Er þetta Harry Potter galdur eða kynsjúkdómur?
- Daníel Óli
- Apr 29, 2022
- 1 min read
Updated: May 4, 2022
Í sjötta og nýjasta þætti spurningahlaðvarpsins Trivíaleikanna tókust á tvö lið með mjög ólíka bakgrunna í spurningakeppnum. Eitt liðanna var myndað af Morfís-reynsluboltunum Emblu Kristínu og Magnúsi Orra en hitt liðið var samsett af fyrrum Gettu Betur keppendunum og Trivíaleika-fastagestunum Inga og Kristjáni.

Í upphitunarspurningunni vinsælu fengu liðin að þessu sinni nafn og þurftu að tilgreina hvort um væri að ræða galdur úr heimi Harry Potter eða kynsjúkdóm. Fyrsta nafnið upp úr hattinum var „Molluscum Contagiosum" en Inga og Kristjáni tókst því miður ekki að giska rétt. Hin nöfnin voru:
Vulnera Sanentur
Lacarnum Inflamari
Trichomoniasis
Anteoculatia
Capacious Extremis
Liðin áttu miserfitt með hin nöfnin en Embla og Magnús voru klárir sigurverar þegar uppi var staðið í þessum spurningflokki. Veist þú hver þessa atriða eru galdrar og hver eru kynsjúkdómar? Getur þú gert betur? Hlustaðu á þáttinn hér til að heyra svörin!
Þú finnur Trivíaleikana einnig á Spotify, Apple Podcasts, Vísi, Google Podcasts og víðar. Trivíaleikarnir eru semí-mánaðarlegt íslenskt spurningahlaðvarp sem færir pöbbkviss-stemninguna heim til þín hvar sem þú ert. Keppninni er skipt upp í mismunandi spurningaflokka og keppa tvö tveggja manna lið um að svara spurningum og safna sem flestum stigum.
Comments