Fyrsti Jólaþáttur í sögu Trivíaleikanna
- Daníel Óli
- Dec 12, 2023
- 1 min read
Updated: Dec 14, 2023
Já þið lásuð rétt það er loksins kominn Jólaþáttur af Trivíaleikunum! Tuttugasti og sjöundi þáttur Trivíaleikanna er ekki bara fyrsti Jólaþátturinn heldur einnig fyrsti bónusþátturinn en bónusþættir eru ný tegund af þáttum þar sem við hristum aðeins upp í formúlunni og prófum nýja hluti. Að þessu sinni varð Jólaþema fyrir valinu og nokkrir nýjir dagskrárliðir prófaðir. Heiðdís María og Kristján tóku á móti bræðrunum Valda og Bjarka í Jólaslag um góðvild Trivíaguðanna og Jólasveinsins. Ekki missa af þessari veislu!

Þú finnur Trivíaleikana einnig á Spotify, Apple Podcasts, Vísi, Mbl, Google Podcasts og víðar. Trivíaleikarnir er íslenskt spurningahlaðvarp sem færir pöbbkviss-stemninguna heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera. Keppninni er skipt upp í mismunandi spurningaflokka þar sem tvö tveggja manna lið keppast um að svara spurningum og safna sem flestum stigum. Hlustaðu á nýjasta þáttinn hér að neðan.
Comments