Kristilegt rokkband eða þáttur af Baywatch?
- Daníel Óli

- Jun 20, 2022
- 1 min read
Updated: Jun 21, 2022
Í áttunda þætti Trivíaleikanna skáluðu þáttastjórnandi og keppendur í öli og kepptu eina mest íkonísku keppni hlaðvarpsins hingað til. Jón Hlífar og Stefán Geir tóku Inga og Kristján í svakalega trivíakeppni þar sem ekkert var til sparað. Að vana hófu liðin keppni á upphitunarspurningunni vinsælu sem sker úr um hvort liðið fær að velja fyrst í Flokkaspurningunum.

Að þessu voru lesin nokkur nöfn fyrir liðin og áttu liðin þá að giska hvort um væri að ræða kristilegt rokkband eða þátt af goðsagnakenndu þáttunum Baywatch. Nöfnin voru sem fylgir:
Leap of Faith
Trial by Fire
Code of Ethics
Number one Gun
Castles in the Sand
Heal the Bay
Liðunum gekk misvel að greina þarna á milli en leikar enduðu 3-1 fyrir öðru liðinu. Getur þú greint þarna á milli og gert betur? Hlustaðu á þáttinn hér til að spreyta þig á spurningunum!
Þú finnur Trivíaleikana einnig á Spotify, Apple Podcasts, Vísi, Google Podcasts og víðar. Trivíaleikarnir er íslenskt spurningahlaðvarp sem færir pöbbkviss-stemninguna heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera, þriðja hvern föstudag. Keppninni er skipt upp í mismunandi spurningaflokka þar sem tvö tveggja manna lið keppast um að svara spurningum og safna sem flestum stigum.



Comments