Skemmtileg grein um Trivíaleikana á Vísi
- Daníel Óli
- Aug 2, 2023
- 1 min read
Í gærkvöldi birtist skemmtileg grein á forsíðu Vísis þar sem blaðakona fréttamiðilsins vinsæka tók viðtal við stofnenda Trivíaleikanna. Endilega kíkið á greinina en þar er einnig að finna vísbendingar um næsta þátt! En greinina má lesa í heild sinni hér.
Glöggir hlustendur hafa eflaust tekið eftir því að það er komið meira en mánuður frá síðasta þætti en veikindi og annað hefur aðeins verið að stríða okkur undanfarið. Við tökum þó upp við fyrsta tækifæri og reynum að koma til ykkar nokkrum nýjum þáttum með skömmu millibili á næstunni til að bæta upp fyrir þetta.

Munið svo að fylgja okkur á Instagram fyrir spurningakeppnina okkar Laugardags-Trivía sem við setjum í story alla laugardaga.
Comments