Við rændum Donna Kristjáns (án djóks)
- Daníel Óli
- Jan 23, 2024
- 1 min read
Tuttugasti og níundi þáttur er kominn í loftið en að þessu sinni mættu vinirnir Tommi og Donni Kristjáns þeim Kristjáni og Inga í frábærum þætti. Við reyndum að fylla höfuð Donna af fróðleik áður en hann flaug á EM í handbolta í Þýskalandi sem stendur nú yfir. Ekki missa af þessum frábæra þætti og nýjum breytingum sem urðu á fyrirkomulagi þáttanna. Breytingarnar eru:
Flokkaspurningum fækkað úr 20 í 18 en flokkurinn „Manneskjan” var felldur niður og efni þess flokks færður yfir í flokkana „Náttúra” og „Vísindi.”
Bjölluspurningum hefur verið fækkað úr 10 í 8.
Vægi Textabókarinnar hefur nú verið aukið úr 8 stigum í heildina í 12 stig. Þ.e.a.s. 8 stig fást fyrir að þekkja annað hvort titil lags eða flytjanda en 12 stig fyrir bæði.
Þríþrautin er nú orðin að fimmþraut til að gera lokaliði keppninnar meira spennandi. Nú eru spurningarnar fimm en ekki þrjár og í staðinn fyrir að þemað sé tilkynnt í upphafi spurningarliðarins að þá er þemað nú falið og fást 8 auka stig ef keppendur ná að giska á þemað.

Þú finnur Trivíaleikana einnig á Spotify, Apple Podcasts, Vísi, Mbl, Google Podcasts og víðar. Trivíaleikarnir er íslenskt spurningahlaðvarp sem færir pöbbkviss-stemninguna heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera. Keppninni er skipt upp í mismunandi spurningaflokka þar sem tvö tveggja manna lið keppast um að svara spurningum og safna sem flestum stigum. Hlustaðu á nýjasta þáttinn hér að neðan.
Comments