top of page

Er þetta Marvel- eða Arnór Cinematic Universe?

  • Writer: Daníel Óli
    Daníel Óli
  • Jun 17, 2022
  • 1 min read

Í sjöunda þætti Trivíaleikanna tók enginn annar en Arnór Steinn við dómarasætinu og Daníel Óli stofnandi Trivíaleikanna keppti sína fyrstu keppni í hlaðvarpinu. Með Daníel í liði var nýliðinn Hnikarr Bjarmi sem er einnig Gettu Betur þjálfari sem og fyrrum Gettu Betur keppandi. Á móti þeim mættu Trivíaleika-reynsluboltarnir Ingi og Jón Hlífar til leiks.



Að þessu sinni fengu keppendur að heyra nafn, í upphitunarspurningunni vinsælu, og áttu að segja til um hvort um væri að ræða alvöru ofurhetju eða skúrk úr röðum DC og Marvel eða hvort ímyndunarafl Arnórs okkar væri að verki. Liðunum gekk misvel að svara en hér eru nokkur nafnanna sem komu fyrir í upphitunarspurningunni:


  • Calendar Man

  • Bird-Brain

  • Vegetable Lad

  • Man Cop

  • Door Man

  • Sewage Man

Liðin náðu samtals aðeins fjórum rétt af sex sem er lægsta skor í sögu Trivíaleikanna úr upphituninni. Getur þú gert betur? Hlustaðu á þáttinn með því að klikka hér til þess að komast að því hvernig fór.


Þú finnur Trivíaleikana einnig á Spotify, Apple Podcasts, Vísi, Google Podcasts og víðar. Trivíaleikarnir eru semí-mánaðarlegt íslenskt spurningahlaðvarp sem færir pöbbkviss-stemninguna heim til þín hvar sem þú ert. Keppninni er skipt upp í mismunandi spurningaflokka og keppa tvö tveggja manna lið um að svara spurningum og safna sem flestum stigum.



Comments


TRIVÍALEIKARNIR

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Twitter
  • Spotify
  • Apple Music

Takk fyrir!

© 2021 Trivíaleikarnir.

trivialeikarnir@gmail.com

Trivíaleikarnir eru íslenskt hlaðvarp

bottom of page